Brjálað að gera!!

Loksins hef ég tíma til að skrifa í dag. Dagurinn hefur bókstaflega flogið í burtu, reyndar eru allir dagar þannig hjá mér en það er gott að setjast niður og pústa aðeins fyrir framan tölvuna. 

Eftir skólann í dag var stefnan sett á Bónus eins og oft áður, ekki það skemmtilegasta sem ég geri en ef að ég myndi ekki versla þá mundu allir hérna á heimilinu svelta, það dettur engum öðrum í hug að kaupa mjólk og brauð ef það er búið, mamma reddar því.

Svo er maður í góðri æfingu í keyrslu þegar maður er með börn í íþróttum, ein stelpan mín er í handbolta í Fylki og auðvitað þarf hún að fara alla leið niður í Smáíbúðarhverfi á æfingu á fimmtudögum, ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að hafa æfingarnar í hverfinu.

Þegar maður á endalaust af börnum var bara komið að því að sinna næsta barni eftir rúntinn í Smáíbúðarhverfið, við fórum með bekknum hennar í vettvangsferð í Ölgerð Egils Skallagrímssonar, sem var reyndar rosa gaman. Þeir hjá Ölgerðinni voru mjög gestrisnir og buðu krökkunum upp á gos,djús, snakk og samlokur eins og í sig gætu látið, einnig skoðuðum við framleiðsluferlið hjá þeim.

Við fullorðna fólkið vorum hrifnust að fá að vita um bjórframleiðsluna en ekki var við hæfi að ræða þau mál mikið innan um 16 níu ára gömul börn. Vorum við bara að spá í að fá sér vettvangsferð fyrir okkur á föstudagseftirmiðdegi.

Er ég svo á leiðinni núna á kóræfingu, svo reynir maður kannski að kíkja í bók svona rétt fyrir svefninn.

Svona er hinn klassíski fimmtudagur í lífi mínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband