Jæja það er komin föstudagur enn einu sinni,sem er svo sem ágætt. Vikan flýgur áfram á methraða alltaf viku eftir viku og fyrr en varir verður bara komin jól aftur.
En í dag þurfti ég að fara í apótek og meðan ég beið rak ég augun í slúðurblöðin í hillunni og eitt blaðanna dró athygli mína eins og skot. Var það Mannlíf með Guðmundi í Byrginu og konunni hans framan á forsíðu svona kampakát og brosandi alveg eins og lífið leiki við þau. En hvað er að? Þarf maðurinn ekki bara að draga sig í hlé, hætta að koma fram í fjölmiðlum? Ekki gat ég lesið alla greinina en ég skaut augunum aðeins yfir hana og sýndist mér hann vera eitthvað eð afsaka sig og heldur hann statt og stöðugt fram að ekkert athugarvert hafi verið við hans hátterni. Og ótrúlegt er að konan hans situr þarna við hliðiná honum sæt og brosandi og segist bara treysta honum og trúa. Common wake up woman.
Jæja ætli maður verði ekki að fara að sinna börnunum áður en maður fer í matarborð og kannski fái sér eitt rautt. Bless í bili ...Góða helgi
Bloggvinir
Spurt er
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Jóga mín
Flott síðan þín, finnst að þú ætti bara að halda áfram með hana!
Kveðja, Guðrún Ragna
Gugga (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 00:32
Alveg rétt hjá þér hann þarf heldur betur að fara að draga sig í hlé. Veit ekki hvað hann heldur sig vera mjög asnalegt að sjá þau framan á blaðinu. Kveðja Steina
Steinunn Þorbergsdóttir, 11.2.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.